1. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. september 2018 kl. 11:30


Mættir:

Guðjón S. Brjánsson (GBr) formaður, kl. 11:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 11:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 11:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 11:30

Inga Sæland boðaði forföll.
Ásmundur Friðriksson var fjarverandi.
Þórunn Egilsdóttir vék af fundi kl. 12:30 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Bókað:

1) Kynning á formennskuáætlunum Íslands í Norðurskautsráði og Norðurlandaráði Kl. 11:30
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Kjartansdóttir, deildarstjóri norðurslóðamála hjá utanríkisráðuneyti, og
Geir Oddsson, sérfræðingur í Norðurlandasamstarfi hjá utanríkisráðuneyti. Þau kynntu drög að formennskuáætlunum Íslands vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og Norðurskautsráði, en Ísland tekur við formennsku í báðum stofnunum árið 2019.

2) Þemaráðstefna 2019 Kl. 12:30
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sagði frá undirbúningi undir þemaráðstefnu sem halda á í Reykjavík í janúar 2018. Bryndís Haraldsdóttir vakti athygli á því að löng hefði væri fyrir því að halda fundi ráðsins utan höfuðborganna, að undanskildu tilraunaverkefni um að halda ársfundi í þjóðþingunum. Bryndís óskaði eftir því að málið yrði tekið upp í forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins. Ákveðið var að biðja forsætisnefnd að staðfesta ákvörðun ársfundar um þemaráðstefnuna.

3) Fundargerð Kl. 12:34
Dagskrárlið frestað.

4) Önnur mál Kl. 12:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:35